Námskeið fyrir sveitarstjórnarmenn 2015

Málsnúmer 201502003

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 283. fundur - 09.02.2015

Lagður fram tölvupóstur frá Austurbrú, dags. 30. jan. 2015, með dagskrá námskeiðs sem ætlað er kjörnum fulltrúum sveitarstjórna á Austurlandi.

Bæjarráð hvetur alla bæjarfulltrúa, aðal og varamenn, til að fara á umrætt námskeið og jafnframt formenn og varaformenn nefnda sveitarfélagsins. Einnig verði almennum nefndarmönnum gefinn kostur á að sækja námskeiðið og skrifstofustjóra falið að senda út tölvupóst á kjörna fulltrúa til ámenningar.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 211. fundur - 18.02.2015

Lagður fram tölvupóstur frá Austurbrú, dags. 30. jan. 2015, með dagskrá námskeiðs sem ætlað er kjörnum fulltrúum sveitarstjórna á Austurlandi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs hvetur bæjarstjórn alla bæjarfulltrúa, aðal og varamenn, til að fara á umrætt námskeið og jafnframt formenn og varaformenn nefnda sveitarfélagsins. Einnig verði almennum nefndarmönnum gefinn kostur á að sækja námskeiðið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.