Íþróttamiðstöðin endurnýjun á gólfi í íþróttasal og útikörfuboltavöllur.

Málsnúmer 201505061

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 24. fundur - 13.05.2015

Fyrir liggur bókun bæjarráðs 27.04.2015 ásamt
minnisblaði frá Mannvit um kostnað við endurnýjun á gólfinu.

Ágústa Björnsdóttir vék af fundi undir afgreiðslu þessa liðar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að hafna framkvæmd við útikörfuboltavöll að svo stöddu.
Nefndin samþykkir að fresta afgreiðslu vegna endurnýjunar á gólfi í íþróttasalnum þar til frekari gögn liggja fyrir. Málið verður tekið fyrir á næsta reglulega fundi nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 25. fundur - 27.05.2015

Fyrir liggur bókun bæjarráðs 27.04.2015 ásamt
minnisblaði frá verkfræðistofunni Mannvit um kostnað við endurnýjun á gólfinu. Málið var áður á dagskrá 13.05.2015.

Ágústa Björnsdóttir vék af fundi undir afgreiðslu þessa liðar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Þar sem framkvæmdin rúmast ekki innan fjárheimilda fyrir árið 2015, þá samþykkir umhverfis- og framkvæmdanefnd að gert verði ráð fyrir þessari framkvæmd í fjárhagsáætlun fyrir árið 2016.

Nefndin bendir á fyrri bókun hvað varðar útikörfuboltavöll.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 218. fundur - 03.06.2015

Fyrir liggur bókun bæjarráðs 27.04. 2015 ásamt
minnisblaði frá verkfræðistofunni Mannvit um kostnað við endurnýjun á gólfinu. Málið var áður á dagskrá 13.05. 2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd um að þar sem framkvæmdin rúmast ekki innan fjárheimilda fyrir árið 2015, þá samþykki bæjarstjórn að stefna að því að gert verði ráð fyrir henni í fjárhagsáætlunar fyrir árið 2016, með fyrirvara um endanlega afgreiðslu hennar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.