Bæjarstjórnarbekkurinn 19.03.2015

Málsnúmer 201504014

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 21. fundur - 08.04.2015

Til umræðu eru ábendingar sem fram komu í viðtalstíma bæjarfulltrúa fimmtudaginn 19.03.2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fresta málinu til næsta reglulega fundar nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 24. fundur - 13.05.2015

Til umræðu eru ábendingar sem fram komu í viðtalstíma bæjarfulltrúa fimmtudaginn 19.03.2015. Málið var áður á dagskrá 08.04.2015.

1. Niðurfall á plani framan við Rauða kross búðina og snjóhreinsun gangstétta í Bláskógum.
2. Málun bílastæða austan við Hlymsdali.
laga aðkomu og færa bílastæði fatlaðra og tryggja aðkomu sjúkrabíla.
3. Trjágróður við Miðvang norðan við Miðvang 6.
4. Koma upp hundagerðum í bænum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

1. Þar sem umrætt niðurfall er á einkalóð þá bendir umhverfis- og framkvæmdanefnd á að það er á ábyrgð lóðarhafa.
Gerðar verða úrbætur á snjóhreinsun gangstétta í Bláskógum.

2. Umhverfis- og framkvæmdanefnd telur að málun bílastæða og annar frágangur á lóð Hlymsdala þurfi að taka fyrir á húsfélagsfundi.

3. Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggst gegn því að trjágróður við Miðvang, norðan við Miðvang 6, verði fjarlægður.

4. Umhverfis- og framkvæmdanefnd hefur þegar samþykkt að boða til fundar með áhugafólki um málið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 217. fundur - 20.05.2015

Málin eru í vinnslu á vegum nefndarinnar.