Sjávarútvegsskóli Austurlands

Málsnúmer 201504139

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 294. fundur - 04.05.2015

Lagt fram kynningarefni frá Sjávarútvegsskóla Austurlands ásamt erindi frá skólanum.

Bæjarráð er allmennt fylgjandi því að ungmenni hafi tækifæri til að kynnast grunnatvinnuvegum þjóðarinnar. Málinu vísað til verkstjóra vinnuskólans til nánari skoðunar og niðurstaðan verði svo kynnt fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd, sem afgreiði málið endanlega.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 216. fundur - 06.05.2015

Lagt fram kynningarefni frá Sjávarútvegsskóla Austurlands ásamt erindi frá skólanum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og er allmennt fylgjandi því að ungmenni hafi tækifæri til að kynnast grunnatvinnuvegum þjóðarinnar. Bæjarstjórn samþykkir að vísa erindinu til verkstjóra vinnuskólans til nánari skoðunar og niðurstaðan verði svo kynnt fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd, sem afgreiði málið endanlega.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 24. fundur - 13.05.2015

Lagt fram kynningarefni frá Sjávarútvegsskóla Austurlands ásamt erindi frá skólanum.
Málinu vísað frá bæjarráði 04.05.2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að taka þátt í verkefninu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 217. fundur - 20.05.2015

Lagt fram kynningarefni frá Sjávarútvegsskóla Austurlands ásamt erindi frá skólanum.
Málinu vísað frá bæjarráði 04.05. 2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að taka þátt í verkefninu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.