Grímsárvirkjun deiliskipulag

Málsnúmer 201411072

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 14. fundur - 15.01.2015

Lögð er fram greinargerð (skipulagslýsing) vegna deiliskipulags fyrir Grímsárvirkjun, vegna áforma um byggingu aðveitustöðvar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða lýsingu og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að leita umsagna Skipulagsstofnunar og umsagnaraðila og kynna fyrir almenningi samkvæmt 40.gr.skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 209. fundur - 21.01.2015

Lögð er fram greinargerð (skipulagslýsing) vegna deiliskipulags fyrir Grímsárvirkjun, vegna áforma um byggingu aðveitustöðvar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn framlagða lýsingu og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að leita umsagna Skipulagsstofnunar og umsagnaraðila og kynna fyrir almenningi samkvæmt 40.gr.skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 18. fundur - 25.02.2015

Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að bæta einu máli við dagskrána, sem er Grímsárvirkjun deiliskipulag og verður sá liður númer 19 í dagskránni.
Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi fyrir Grímsárvirkjun. Tillagan er sett fram á uppdrætti dags. 14.11.2014 og felur m.a. í sér skipulag fyrir aðveitustöð á landinu og er afmörkuð lóð fyrir hana í tillögunni.
Tillagan hefur verið kynnt samkvæmt 40.gr. Skipulagslaga nr.123/2010.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða tillögu og leggur til við bæjarstjórn að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 212. fundur - 04.03.2015

Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi fyrir Grímsárvirkjun. Tillagan er sett fram á uppdrætti dags. 14.11. 2014 og felur m.a. í sér skipulag fyrir aðveitustöð á landinu og er afmörkuð lóð fyrir hana í tillögunni.
Tillagan hefur verið kynnt samkvæmt 40.gr. Skipulagslaga nr.123/2010.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn framlagða tillögu og að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 23. fundur - 12.05.2015

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti þann 04.03.2015 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Grímsárvirkjun á Fljótsdalshéraði. Tillagan sem sett var fram á uppdrætti dags. 14.11.2014 var auglýst skv. 41. gr. Skipulagslaga, frá 12. mars til 24. apríl 2015 og frestur til að skila inn athugasemdum var til 24. apríl 2015. Engar athugasemdir bárust við tillöguna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt óbreytt og hún send Skipulagsstofnun til athugunar samkvæmt 40.gr. Skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 217. fundur - 20.05.2015

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti þann 04.03. 2015 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Grímsárvirkjun á Fljótsdalshéraði. Tillagan sem sett var fram á uppdrætti dags. 14.11. 2014 var auglýst skv. 41. gr. Skipulagslaga, frá 12. mars til 24. apríl 2015 og frestur til að skila inn athugasemdum var til 24. apríl 2015. Engar athugasemdir bárust við tillöguna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt óbreytt og hún send Skipulagsstofnun til athugunar samkvæmt 40. gr. Skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.