Fyrir liggja gangnaboð frá fjallskilastjórum á eftirtöldum svæðum: Skriðdal, Eiðaþinghá, Fellum og Jökuldal norðan ár.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlögð gangnaboð. Nefndin felur starfmani að senda gangnaboðin út. Nefndin samþykkir að veita starfsmanni nefndarinnar umboð til að samþykkja og senda út eftirfarandi gangnaboð: Tunga og Jökuldalur austan ár, Hjaltastaðaþinghá, og Vellir.
Óskað er eftir umsögn vegna byggingaráforma um byggingu sólstofu að Reynihvammi 5, Fellabæ.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að afgreiða málið þegar tilskilin gögn liggja fyrir, þar á meðal samþykki lóðarhafa Reynihvammi 3 og 7.
Lagðar eru fram umsagnir Heilbrigðiseftirlits Austurlanda og Hitaveitu Egilsstaða og Fella. Málið var áður á dagskrá 13.08.2014.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að teknu tilliti til umsagnar HAUST er ljóst að miðað við núverandi skilgreiningu í meðfylgjandi starfsleyfi HEF ehf., mun HAUST ekki samþykkja fyrirhugaða framkvæmd. Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að skoðað verði hvor hægt er að breyta skilgreiningu á grannsvæði vegna starfsleyfisins.
Erindi dagsett 22.08.2014 þar sem Halldór Waren, óskar eftir byggingarleyfi fyrir uppsetningu á tveimur veggjum á efri hæð hússins, samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fresta afgreiðslu og felur starfmanni að afla frekari upplýsinga um tilgang og umfang framkvæmdarinnar.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar Skarphéðni Smára kynninguna.