Tjarnarskógur - starfsmannamál

Málsnúmer 201407036

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 203. fundur - 08.07.2014

Sigríður Herdís Pálsdóttir, fylgdi erindinu eftir. Um er að ræða beiðni um viðbótarstöðugildi vegna barna sem fengið hafa frumgreiningu skólaskrifstofu og bíða greiningar hjá Greiningarstöð ríkisins. Fræðslunefnd telur mikilvægt að skólinn bregðist við þeirri stuðningsþörf sem metin er en hvetur til að leitast verði við að mæta þeim kostnaði sem af hlýst innan samþykktrar fjárhagsáætlunar ársins.

Sigríður Herdís lagði jafnframt beiðni um heimild til að ráða 9. deildarstjóra við Tjarnarskóg. Þar sem um stefnubreytingu er að ræða og viðbótarfjárþörf rúmast ekki innan samþykktrar áætlunar vísar fræðslunefnd málinu til afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir 2015