Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs

203. fundur 08. júlí 2014 kl. 17:00 - 20:15 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Davíð Þór Sigurðarson formaður
  • Hrund Erla Guðmundsdóttir varaformaður
  • Soffía Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir aðalmaður
  • Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi
Fundargerð ritaði: Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi
Aðalsteinn Ásmundsson boðaði forföll, varamaður hans gat heldur ekki mætt.

Áheyrnarfulltrúar grunnskóla, Stefanía Malen Stefánsdóttir, Sigfús Guttormsson og Aníta Pétursdóttir sátu fundinn undir liðum 2-5. Auk þeirra sat Sigurlaug Jónasdóttir, skólastjóri Egilsstaðaskóla fundinn undir lið 2. Áheyrnarfulltrúar leikskóla, Guðmunds Vala Jónasdóttir, Guðrún Ásta Friðbertsdóttir og María Ósk Kristmundsdóttir sátu fundinn undir liðum 4-8. Auk þeirra sat Sigríður Herdís Pálsdóttir, skólastjóri á Tjarnarskógi fundinn undir lið 6 og 7 á dagskrá fundarins.

1.Samþykkt fyrir fræðslunefnd o.fl.

Málsnúmer 201407038Vakta málsnúmer

Fræðslufulltrúi fór yfir samþykktir nefndarinnar og önnur hagnýt gögn er varða starfsemi hennar.

2.Launaþróun á fræðslusviði

Málsnúmer 201403032Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu á launaliðum stofnana á fræðslusviði. Sigurlaug Jónasdóttir, skólastjóri Egilsstaðaskóla gaf skýringar vegna fyrirsjáanlegrar framúrkeyrslu á launalið, en þar hafa verið mjög mikil forföll á fyrri hluta ársins. Bent er á að endurgreiðslur sem varða áfallinn launakostnað eru færðar á tekjulið og þar hafa verið tekjufærðar 2.000.000 það sem af er ársins. Stór hluti svokallaðs launapotts ársins hefur verið kostnaðarfærður á fyrri hluta ársins. Dregið verður úr starfsmannahaldi í Egilsstaðaskóla sem nemur 75% stöðu stuðningsfulltrúa og hálfri stöðu kennara næsta skólaár. Í Brúarásskóla eru einnig tekjufærslur vegna endurgreiðslna sem varðar launalið. Dregið verður úr starfsmannahaldi þar sem nemur um 40% stöðu almenns starfsmanns og um 30% stöðu kennara og með því ætti að vera mögulegt að ná nokkru jafnvægi á launalið að öðru leyti en sem varðar nýgerða kjarasamninga. Fræðslunefnd hvetur skólastjórnendur til almennt að fylgjast mjög vel með þróun kostnaðar og bregðast við í tíma þar sem tilefni er til.

3.Spjaldtölvur á unglingastigi - sbr. bókun fræðslunefndar við 6. lið á 201. fundi nefndarinnar 12. ma

Málsnúmer 201407040Vakta málsnúmer

Stefanía Malen Stefánsdóttir fylgdi erindinu eftir en fyrir liggur að kostnaður við að mæta erindi um kaup á spjaldtölvum fyrir tvo árganga á unglingstigi nemur rúmum sex milljónum króna. Árlegur kostnaður eftir það er áætlaður um kr. tvær og hálf milljón. Fræðslunefnd telur verkefnið áhugavert en þar sem ekki er fyrir hendi heimild til ráðstöfunar þess fjármagns sem verkefnið kallar á leggur nefndin til að málið verði tekið upp við gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2015 nú í haust. Nefndin hvetur til að kennarar nýti sér þá endurmenntunarmöguleika á þessum vettvangi sem verða í boði á næsta skólaári. Auk þess leggur nefndin til að fram fari mat á fjarskiptabúnaði í stofnunum með tilliti til þeirrar auknu netumferðar sem af verkefninu hlýst.

4.Minnisblað um hugsanlegt samstarf um bættan námsárangur í læsi og stærðfræði

Málsnúmer 201407039Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd tekur undir bókun fræðslunefndar Fjarðarbyggðar varðandi samstarfsverkefni á Austurlandi um bættan námsárangur í læsi og stærðfræði og mælir fyrir sitt leyti með að Skólaskrifstofa Austurlands fái heimild til að fjölga frá og með haustinu 2014 stöðugildum í kennsluráðgjöf úr einu í tvö og henni þannig gert kleift að halda utan um verkefnið í samvinnu við skóla og fræðsluyfirvöld á Austurlandi. Með fjölgun stöðugilda í kennsluráðgjöf við Skólaskrifstofu Austurlands verði hugað að fyrrgreindu þróunarverkefni um bættan árangur í læsi og stærðfærði og jafnframt sérstaklega hugað að því að tryggja aukna ráðgjöf við leikskóla.

5.Úttekt mennta- og menningarmálaráðuneytis á sérfræðiþjónustu sveitarfélaga 2013-2014

Málsnúmer 201407041Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar og hvatt til að skólastjórar kynni skýrsluna á sínum vettvangi. Skýrsluna má nálgast á vef mennta- og menningarmálaráðuneytisins.

6.Innritun í leikskóla 2014

Málsnúmer 201405136Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu innritunar í leikskólana vegna komandi skólaárs.

7.Tjarnarskógur - starfsmannamál

Málsnúmer 201407036Vakta málsnúmer

Sigríður Herdís Pálsdóttir, fylgdi erindinu eftir. Um er að ræða beiðni um viðbótarstöðugildi vegna barna sem fengið hafa frumgreiningu skólaskrifstofu og bíða greiningar hjá Greiningarstöð ríkisins. Fræðslunefnd telur mikilvægt að skólinn bregðist við þeirri stuðningsþörf sem metin er en hvetur til að leitast verði við að mæta þeim kostnaði sem af hlýst innan samþykktrar fjárhagsáætlunar ársins.

Sigríður Herdís lagði jafnframt beiðni um heimild til að ráða 9. deildarstjóra við Tjarnarskóg. Þar sem um stefnubreytingu er að ræða og viðbótarfjárþörf rúmast ekki innan samþykktrar áætlunar vísar fræðslunefnd málinu til afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir 2015

8.Hádegishöfði - starfsmannamál

Málsnúmer 201407037Vakta málsnúmer

Guðmunda Vala Jónasdóttir, skólastjóri Hádegishöfða, kynnti stöðu mála varðandi starfsmannamál skólaárið 2014-2015.

9.Hvað fékkstu á prófinu? Málþing sambandsins um skólamál 8. sept. 2014

Málsnúmer 201407046Vakta málsnúmer

Dagskrá málþings Sambands íslenskra sveitarfélaga um skólamál sem verður 8. september nk. lögð fram. Gert er ráð fyrir að a.m.k. formaður nefndarinnar og fræðslufulltrúi fari á þingið.

10.Skýrsla fræðslufulltrúa

Málsnúmer 201108127Vakta málsnúmer

Til kynningar

Fundi slitið - kl. 20:15.