Minnisblað um hugsanlegt samstarf um bættan námsárangur í læsi og stærðfræði

Málsnúmer 201407039

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 203. fundur - 08.07.2014

Fræðslunefnd tekur undir bókun fræðslunefndar Fjarðarbyggðar varðandi samstarfsverkefni á Austurlandi um bættan námsárangur í læsi og stærðfræði og mælir fyrir sitt leyti með að Skólaskrifstofa Austurlands fái heimild til að fjölga frá og með haustinu 2014 stöðugildum í kennsluráðgjöf úr einu í tvö og henni þannig gert kleift að halda utan um verkefnið í samvinnu við skóla og fræðsluyfirvöld á Austurlandi. Með fjölgun stöðugilda í kennsluráðgjöf við Skólaskrifstofu Austurlands verði hugað að fyrrgreindu þróunarverkefni um bættan árangur í læsi og stærðfærði og jafnframt sérstaklega hugað að því að tryggja aukna ráðgjöf við leikskóla.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 260. fundur - 14.07.2014

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð tekur undir bókun fræðslunefndar og fræðslunefndar Fjarðarbyggðar varðandi samstarfsverkefni á Austurlandi um bættan námsárangur í læsi og stærðfræði. Bæjarráð mælir fyrir sitt leyti með að Skólaskrifstofa Austurlands fái heimild til að fjölga frá og með haustinu 2014 stöðugildum í kennsluráðgjöf úr einu í tvö og henni þannig gert kleift að halda utan um verkefnið í samvinnu við skóla og fræðsluyfirvöld á Austurlandi. Með fjölgun stöðugilda í kennsluráðgjöf við Skólaskrifstofu Austurlands verði hugað að fyrrgreindu þróunarverkefni um bættan árangur í læsi og stærðfærði og jafnframt sérstaklega hugað að því að tryggja aukna ráðgjöf við leikskóla.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.