Stefanía Malen Stefánsdóttir fylgdi erindinu eftir en fyrir liggur að kostnaður við að mæta erindi um kaup á spjaldtölvum fyrir tvo árganga á unglingstigi nemur rúmum sex milljónum króna. Árlegur kostnaður eftir það er áætlaður um kr. tvær og hálf milljón. Fræðslunefnd telur verkefnið áhugavert en þar sem ekki er fyrir hendi heimild til ráðstöfunar þess fjármagns sem verkefnið kallar á leggur nefndin til að málið verði tekið upp við gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2015 nú í haust. Nefndin hvetur til að kennarar nýti sér þá endurmenntunarmöguleika á þessum vettvangi sem verða í boði á næsta skólaári. Auk þess leggur nefndin til að fram fari mat á fjarskiptabúnaði í stofnunum með tilliti til þeirrar auknu netumferðar sem af verkefninu hlýst.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarráð tekur undir með fræðslunefnd um að málið þurfi að skoða betur við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015, ásamt því að notkun spjaldtölva verði tekin sérstaklega fyrir í menntastefnu Fljótsdalshéraðs. Jafnframt óskar bæjarráð eftir því að umsjónarmaður tölvumála skoði hvort núverandi fjarskipta- og netbúnaður skólanna geti annað þeirri auknu netnotkun sem skapast og hvaða útbætur þurfi þá að gera ef þeirra gerist þörf.