Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Málsnúmer 201407058

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 260. fundur - 14.07.2014

Lögð fram boðun á 28. landsþing Sambands ísl. sveitarfélaga, sem halið verður á Akureyri dagana 24. til 26. september nk.
Bæjarráð samþykkir að tilkynna þá 3 aðalmenn sem kjörnir voru til setu á þinginu,sem fulltrúa Fljótsdalshéraðs á landsþinginu, ásamt forseta bæjarstjórnar og bæjarstjóra.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 265. fundur - 08.09.2014

Lagður fram tölvupóstur frá Magnúsi Karel Hannessyni, dags. 2. sept. 2014 þar sem óskað er eftir því að mál sem sveitarstjórn vill leggja fram á landsþinginu til umræðu verði send honum í síðasta lagi þriðjudaginn 9. september. nk.

Bæjarráð leggur til tvö mál. Starfsumhverfi sveitarstjórna og starfskjör kjörinna fulltrúa og sveitarfélögin og auðlindir innan þeirra.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 203. fundur - 17.09.2014

Eftirfarandi tillaga lögð fram: ´
Að tillögu bæjarráðs óskar bæjarstjórn eftir að á Landsþingi sambands ísl. sveitarfélaga verði m.a. tekin til umfjöllunar eftirfarandi mál: Starfsumhverfi og starfskjör kjörinna fulltrúa og sveitarfélögin og auðlindir þeirra.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 203. fundur - 17.09.2014

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir breytta skipan fulltrúa sinna sem kosnir voru á Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga á þann veg að Sigrún Blöndal verði aðalfulltrúi í stað Gunnars Jónssonar sem var áður kosinn einn af fulltrúum Fljótsdalshéraðs og Gunnar Jónsson verði varafulltrúi í stað Sigrúnar Harðardóttur áður. Skipan annarra fulltrúa verði óbreytt.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.