Umsókn um styrk/SAM félagið grasrótarfélag Þorpsins

Málsnúmer 201406019

Vakta málsnúmer

Atvinnu- og menningarnefnd - 1. fundur - 07.07.2014

Fyrir liggur styrkumsókn frá SAM-félaginu, grasrótarsamtökum skapandi fólks á Austurlandi, undirrituð af Ingunni Þráinsdóttur, vegna sumarsýningarinnar Að heiman og heim og Sprotar, sem fram fer í Sláturhúsinu-menningarmiðstöð.

Atvinnu- og menningarnefnd fagnar framtaki SAM-félagsins og samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 150.000 sem tekið verði af lið 05.89.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 260. fundur - 14.07.2014

Afgreiðsla atvinnu- og menningarnefndar um 150.000 kr styrk staðfest.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.