Lagður fram tölvupóstur frá Þórarni Hávarðssyni f.h. Hafdal kvikmyndagerðar, með beiðni um styrk vegna töku heimildamyndar um strand Bergvíkur VE-505, sem strandaði í Vöðlavík 18.desember 1993.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til atvinnu- og menningarmálanefndar.
Fyrir liggur tölvupóstur, dagsettur 18. júní 2014, frá Þórarni Hávarðssyni, þar sem óskað er eftir styrk til gerðar heimildamyndar um strand Bergvíkur VE-505 í Vöðlavík 1993. Afrakstur af sýningu myndarinnar á að renna til björgunarsveita á svæðinu. Erindinu er vísað til nefndarinnar frá bæjarráði.
Atvinnu- og menningarnefnd samþykkir að stykrja verkefnið um kr 25.000 sem verði tekið af lið 05.89.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til atvinnu- og menningarmálanefndar.