Umsókn um styrk vegna "hreindýramessu"

Málsnúmer 201501127

Vakta málsnúmer

Atvinnu- og menningarnefnd - 12. fundur - 26.01.2015

Fyrir liggur umsókn um styrk, undirrituð af Þórhalli Borgarssyni, dagsett 16.1.2015, vegna dagskrár og viðburðar sem fyrirhuguð er 21. og 22. febrúar og ætlað er að vekja athygli á þeirri sérstöðu sem hreindýrin eru fyrir Austurland.

Atvinnu- og menningarnefnd tekur vel í umsóknina og fagnar frumkvæðinu en felur starfsmanni að óska eftir nákvæmari upplýsingum um verkefnið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 13. fundur - 09.02.2015

Fyrir liggur umsókn um styrk, undirrituð af Þórhalli Borgarssyni, dagsett 16.1.2015, vegna dagskrár og viðburðar sem fyrirhuguð er 21. og 22. febrúar og ætlað er að vekja athygli á þeirri sérstöðu sem hreindýrin eru fyrir Austurland.
Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 26. janúar 2015.

Atvinnu og menningarnefnd leggur til að verkefnið verði styrk um kr. 48.000 sem verði tekið af lið 05.74 (Aðrar hátíðir).

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 211. fundur - 18.02.2015

Fyrir liggur umsókn um styrk, undirrituð af Þórhalli Borgarssyni, dagsett 16.1. 2015, vegna dagskrár og viðburðar sem fyrirhuguð er 21. og 22. febrúar og ætlað er að vekja athygli á þeirri sérstöðu sem hreindýrin eru fyrir Austurland.
Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 26. janúar 2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að verkefnið verði styrk um kr. 48.000 sem verði tekið af lið 05.74 (Aðrar hátíðir).

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.