Atvinnu- og menningarnefnd

13. fundur 09. febrúar 2015 kl. 17:00 - 19:00 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer formaður
  • Ragnhildur Rós Indriðadóttir aðalmaður
  • Þórður Mar Þorsteinsson aðalmaður
  • Kristjana Jónsdóttir aðalmaður
  • Þórarinn Páll Andrésson varamaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-. menningar- og íþróttafulltrúi
Í upphafi fundar óskaði formaður nefndarinnar eftir því að nýtt mál yrði tekið fyrir á fundi nefndarinnar, þ.e. Samningur um sóknaráætlun Austurlands fyrir 2015-2019, sem var samþykkt samhljóða.

1.Starfsáætlun atvinnu- og menningarnefndar fyrir 2015

Málsnúmer 201411100

Farið yfir drög að starfsáætlun atvinnu- og menningarnefndar fyrir árið 2015. Áætlunin verður tekin fyrir á næsta fundi nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Samningur við Austurbrú um framlengingu þjónustusamnings fyrir árið 2014

Málsnúmer 201502023

Fyrir liggur þjónustusamningur milli Austurbrúar og Fljótsdalshéraðs sem gildir fyrir árið 2014.

Lagt fram til kynningar.

3.Styrkbeiðni vegna 160 ára ártíðar Sigfúsar Sigfússona þjóðsagnaritara

Málsnúmer 201502001

Fyrir liggur styrkbeiðni, undirrituð af Ússu Vilhjálmsdóttur, dagsett 29. janúar 2015, vegna skipulagningar á verkefnum sem tengjast Sigfúsi Sigfússyni, þjóðsagnaritara, og hafa m.a. það markmið að heiðra minningu hans og halda á lofti þeim menningararfi sem þjóðsögurnar eru.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að verkefnið verði styrkt um kr. 150.000 sem verði tekið af lið 05.89 (Aðrir styrkir).

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Umsókn um styrk vegna "hreindýramessu"

Málsnúmer 201501127

Fyrir liggur umsókn um styrk, undirrituð af Þórhalli Borgarssyni, dagsett 16.1.2015, vegna dagskrár og viðburðar sem fyrirhuguð er 21. og 22. febrúar og ætlað er að vekja athygli á þeirri sérstöðu sem hreindýrin eru fyrir Austurland.
Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 26. janúar 2015.

Atvinnu og menningarnefnd leggur til að verkefnið verði styrk um kr. 48.000 sem verði tekið af lið 05.74 (Aðrar hátíðir).

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Uppsögn starfsmanns

Málsnúmer 201410055

Fyrir liggur starfsuppsögn Halldórs Waren sem forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs.

Atvinnu- og menningarnefnd þakkar Halldóri fyrir frábær störf á liðnum árum og felur starfsmanni að undirbúa auglýsingu og starfslýsingu sem tekin verði fyrir á næsta fundi nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Samningur um sóknaráætlun Austurlands 2015-2019

Málsnúmer 201502059

Fyrir liggur samningur um sóknaráætlun Austurlands 2015-2019.

Atvinnu- og menningarnefnd vekur athygli á því að gert er ráð fyrir 10.8 milljónum til menningarmiðstöðvanna í samningnum sem er minna en áður.

Lagt fram til kynningar að öðru leyti.

Fundi slitið - kl. 19:00.