Styrkbeiðni vegna 160 ára ártíðar Sigfúsar Sigfússona þjóðsagnaritara

Málsnúmer 201502001

Vakta málsnúmer

Atvinnu- og menningarnefnd - 13. fundur - 09.02.2015

Fyrir liggur styrkbeiðni, undirrituð af Ússu Vilhjálmsdóttur, dagsett 29. janúar 2015, vegna skipulagningar á verkefnum sem tengjast Sigfúsi Sigfússyni, þjóðsagnaritara, og hafa m.a. það markmið að heiðra minningu hans og halda á lofti þeim menningararfi sem þjóðsögurnar eru.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að verkefnið verði styrkt um kr. 150.000 sem verði tekið af lið 05.89 (Aðrir styrkir).

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 211. fundur - 18.02.2015

Fyrir liggur styrkbeiðni, undirrituð af Ússu Vilhjálmsdóttur, dagsett 29. janúar 2015, vegna skipulagningar á verkefnum sem tengjast Sigfúsi Sigfússyni, þjóðsagnaritara, og hafa m.a. það markmið að heiðra minningu hans og halda á lofti þeim menningararfi sem þjóðsögurnar eru.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að verkefnið verði styrkt um kr. 150.000 sem verði tekið af liðnum 05.89 (Aðrir styrkir).

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.