Uppsögn starfsmanns

Málsnúmer 201410055

Vakta málsnúmer

Atvinnu- og menningarnefnd - 13. fundur - 09.02.2015

Fyrir liggur starfsuppsögn Halldórs Waren sem forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs.

Atvinnu- og menningarnefnd þakkar Halldóri fyrir frábær störf á liðnum árum og felur starfsmanni að undirbúa auglýsingu og starfslýsingu sem tekin verði fyrir á næsta fundi nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 211. fundur - 18.02.2015

Fyrir liggur starfsuppsögn Halldórs Warén sem forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs.

Eftirfarandi tilaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og þakkar Halldóri fyrir frábær störf á liðnum árum. Starfsmanni nefndarinnar falið að undirbúa auglýsingu á umræddu starfi ásamt endurskoðaðri starfslýsingu fyrir það.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.