Þjónustusamfélagið á Héraði, samningur

Málsnúmer 201501021

Vakta málsnúmer

Atvinnu- og menningarnefnd - 11. fundur - 12.01.2015

Fyrir liggja drög að samningi milli Fljótsdalshéraðs og Þjónustusamfélagsins á Héraði, félagi verslunar-, ferðaþjónustu- og þjónustuaðila.

Atvinnu- og menningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög að samningi fyrir sitt leyti.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 209. fundur - 21.01.2015

Fyrir liggja drög að samningi milli Fljótsdalshéraðs og Þjónustusamfélagsins á Héraði, félagi verslunar-, ferðaþjónustu- og þjónustuaðila.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn fyrirliggjandi drög að samningi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 24. fundur - 12.10.2015

Á fundinn undir þessum lið mætti Sigrún Hólm Þorleifsdóttir, formaður stjórnar Þjónustusamfélagsins á Héraði, og Heiður Vigfúsdóttir starfsmaður félagsins sem gerðu grein fyrir helstu áherslum og verkefnum Þjónustusamfélagsins á Héraði það sem af er árinu.