Á fundinn undir þessum lið mættu Magnús Jónasson og Finnur F. Magnússon, starfsmenn Rarik á Fljótsdalshéraði.
Í ljósi umræðna undanfarið um flutning ríkisstofnana út á landsbyggðina tekur atvinnu- og menningarnefnd undir mikilvægi þess að opinberar stofnanir séu staðsettar víða um landið. Nefndin telur mikilvægt að vandað sé til verka þannig að flutningurinn gagnist bæði stofnuninni og samfélaginu sem best. Annars er hætta á að aðgerðin skili ekki þeim árangri sem til er ætlast. Nefndin kallar eftir stefnu stjórnvalda með fjölgun opinberra starfa á landsbyggðinni.
Varðandi hugmyndir um flutning Rarik frá Reykjavík, vill atvinnu- og menningarnefnd benda á að um og yfir 82% af allri raforkuframleiðslu fyrirtækisins og dótturfélags þess er á Fljótsdalshéraði. Rarik hefur verið með nokkuð mannmarga starfsstöð í sveitarfélaginu en undanfarin ár hefur störfum þar fækkað jafnt og þétt. Því er það mat nefndarinnar að efla eigi starfsemi fyrirtækisins enn frekar með markvissum hætti og fjölga störfum þess á Fljótsdalshéraði.
Atvinnu- og menningarnefnd leggur til við bæjarstjórn að bæjarráð boði til sín framkvæmdastjóra, formann og varaformann stjórnar Rarik til að ræða hvernig efla megi starfstöð Rarik á Egilsstöðum.
Í ljósi umræðna undanfarið um flutning ríkisstofnana út á landsbyggðina tekur bæjarstjórn undir með atvinnu- og menningarnefnd um mikilvægi þess að opinberar stofnanir séu staðsettar víða um landið. Bæjarstjórn telur mikilvægt að vandað sé til verka þannig að flutningurinn gagnist bæði stofnuninni og samfélaginu sem best. Annars er hætta á að aðgerðin skili ekki þeim árangri sem til er ætlast. Bæjarstjórn kallar eftir stefnu stjórnvalda með fjölgun opinberra starfa á landsbyggðinni.
Varðandi hugmyndir um flutning Rarik frá Reykjavík, vill bæjarstjórn benda á að um og yfir 82% af allri raforkuframleiðslu fyrirtækisins og dótturfélags þess er á Fljótsdalshéraði. Rarik hefur verið með nokkuð mannmarga starfsstöð í sveitarfélaginu, en undanfarin ár hefur störfum þar fækkað jafnt og þétt. Því er það mat bæjarstjórnar að efla eigi starfsemi fyrirtækisins enn frekar með markvissum hætti og fjölga störfum þess á Fljótsdalshéraði.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að boða til sín framkvæmdastjóra, formann og varaformann stjórnar Rarik til að ræða hvernig efla megi starfsstöð Rarik á Egilsstöðum.
Í ljósi umræðna undanfarið um flutning ríkisstofnana út á landsbyggðina tekur atvinnu- og menningarnefnd undir mikilvægi þess að opinberar stofnanir séu staðsettar víða um landið. Nefndin telur mikilvægt að vandað sé til verka þannig að flutningurinn gagnist bæði stofnuninni og samfélaginu sem best. Annars er hætta á að aðgerðin skili ekki þeim árangri sem til er ætlast. Nefndin kallar eftir stefnu stjórnvalda með fjölgun opinberra starfa á landsbyggðinni.
Varðandi hugmyndir um flutning Rarik frá Reykjavík, vill atvinnu- og menningarnefnd benda á að um og yfir 82% af allri raforkuframleiðslu fyrirtækisins og dótturfélags þess er á Fljótsdalshéraði. Rarik hefur verið með nokkuð mannmarga starfsstöð í sveitarfélaginu en undanfarin ár hefur störfum þar fækkað jafnt og þétt. Því er það mat nefndarinnar að efla eigi starfsemi fyrirtækisins enn frekar með markvissum hætti og fjölga störfum þess á Fljótsdalshéraði.
Atvinnu- og menningarnefnd leggur til við bæjarstjórn að bæjarráð boði til sín framkvæmdastjóra, formann og varaformann stjórnar Rarik til að ræða hvernig efla megi starfstöð Rarik á Egilsstöðum.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.