Sóknaráætlun Austurlands

Málsnúmer 201501019

Atvinnu- og menningarnefnd - 11. fundur - 12.01.2015

Á fundinn undir þessu lið mættu Jóna Árný Þórðardóttir og Björg Björnsdóttir frá Austurbrú og gerðu grein fyrir stöðu vinnu við gerð uppbyggingarsjóðs landshluta, en undir hann falla vaxtarsamningur, sóknaráætlun og menningarsamningur.

Fram koma að sóknaráætlun verður endurskoðuð fyrir 1. maí 2015. Í tengslum við það hvetur atvinnu- og menningarnefnd SSA og Austurbrú til að stuðla að því, að gerð verði vönduð innviðagreining innan Austurlands, þ.á.m. úttekt um þróun atvinnulífs á síðast liðin 8-10 ár, eftir sveitarfélögum á Austurlandi og stöðu mismunandi atvinnugreina í dag. Það er mat nefndarinnar að staða hinna ýmsu greina atvinnulífsins á Austurlandi sé mjög mismunandi, og einstakar greinar og svæði eða sveitarfélög eigi undir högg að sækja á meðan önnur dafna vel. Skilgreining svæða í vaxtarsvæði getur gefið mjög villandi mynd af stöðu atvinnulífsins innan einstakra sveitarfélaga, og því er úttekt, eins og hér er lagt til að verði gerð, mikilvæg.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 209. fundur - 21.01.2015

Á fundinn atvinnu- og menningarnefndar undir þessu lið mættu Jóna Árný Þórðardóttir og Björg Björnsdóttir frá Austurbrú og gerðu grein fyrir stöðu vinnu við gerð uppbyggingarsjóðs landshluta, en undir hann falla vaxtarsamningur, sóknaráætlun og menningarsamningur.
Fram koma að sóknaráætlun verður endurskoðuð fyrir 1. maí 2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og hvetur SSA og Austurbrú til að stuðla að því, í tengslum við það, að gerð verði vönduð innviðagreining innan Austurlands, þ.á.m. úttekt um þróun atvinnulífs síðast liðin 8-10 ár, eftir sveitarfélögum á Austurlandi og stöðu mismunandi atvinnugreina í dag. Það er mat bæjarstjórnar að staða hinna ýmsu greina atvinnulífsins á Austurlandi sé mjög mismunandi og sum svæði eða sveitarfélög eigi undir högg að sækja á meðan önnur dafna vel. Skilgreining svæða í vaxtarsvæði getur gefið mjög villandi mynd af stöðu atvinnulífsins innan einstakra sveitarfélaga, og því er úttekt, eins og hér er lagt til að verði gerð, mikilvæg.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.