Lagt fram erindi um svæði, pláss, hús, sem gæti hýst matar- og sveitamarkað á sumrin og Barramarkað fyrir jólin. Erindið var fram borið á bæjarstjórnarbekknum sem haldinn var á Barramarkaðnum 16. desember 2017. Erindinu vísað til atvinnu- og menningarnefndar á fundi bæjarráðs 8. janúar 2018.
Atvinnu- og menningarnefnd leggur til við umhverfis- og framkvæmdanefnd að skoðað verði hvort reiðhöllin á Iðavöllum geti nýst sem framtíðarhúsnæði fyrir jólamarkað sem fram hefur farið í Barra hingað til. Í því sambandi þarf m.a. að skoða aðkomu og bílastæði við reiðhöllina.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
3.Aðstaða fyrir leikfélagið; Bæjarstjórnarbekkurinn 16.12.2017
Lagt fram erindi um aðstöðu fyrir Leikfélag Fljótsdalshéraðs sem fram var borið á bæjarstjórnarbekknum sem haldinn var á Barramarkaðnum 16. desember 2017. Erindinu vísað til atvinnu- og menningarnefndar á fundi bæjarráðs 8. janúar 2018.
Atvinnu- og menningarnefnd bendir á að leikfélagið hefur aðstöðu á vegum sveitarfélagsins til 2019 í Fellabæ, einnig stendur Sláturhúsið menningarsetur opið fyrir leikfélagið.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Helga Bragasyni fyrir hönd undirbúningshóps um Skógardaginn mikla, dagsettur 21. febrúar 2018, þar sem óskað er eftir viðræðum um að "skella saman" Skógerdeginum mikla og Ormsteiti.
Atvinnu- og menningarnefnd finnst hugmyndin áhugaverð og vísar henni að öðru leyti til vinnslu í undirbúningshópi um Ormsteiti.