Ráðning og skipulagsbreyting á umhverfissviði

Málsnúmer 201609022

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 54. fundur - 14.09.2016

Lagt er fram erindi um ráðningu og skipulagsbreytingu á Umhverfissviði fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefnd.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindi deildarstjóra Umhverfis- og framkvæmdasviðs. Deildarstjóra falið að auglýsa eftir starfsmanni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 243. fundur - 20.09.2016

Á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar var lagt fram erindi fyrir nefndina um ráðningu og skipulagsbreytingu á Umhverfissviði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindi deildarstjóra skipulags og umhverfissviðs. Deildarstjóra falið að auglýsa eftir starfsmanni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 58. fundur - 09.11.2016

Lögð er fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefndina ákvörðun deildarstjóra Skipulags- og umhverfissviðs um ráðningu yfirmann eignasjóðs.
Sex umsóknir bárust í auglýsta stöðu, yfirmaður eignasjóðs.
Ákveðið var að ráða Kjartan Róbertsson, byggingafræðing í stöðuna.

Lagt fram til kynningar og nýr starfsmaður boðinn velkominn til starfa.