Gangnaboð og gangnaseðlar 2016

Málsnúmer 201607039

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 52. fundur - 03.08.2016

Lögð er fram til kynningar fundargerð fjallskilanefndar og gangnaseðill Jökuldals norðar ár 2016.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir gangnaseðilinn og felur starfsmanni sveitarfélagsins að dreifa fundargerð og gangnaseðli á viðeigandi bæi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 54. fundur - 14.09.2016

Lagðir eru fram gangnaseðlar Fellamanna, Eiðaþinghá, Skriðdal, Hjaltastaðaþinghá, Hlíð, Völlum, Tungu og Jökuldal austan ár ásamt fundargerð fjallskilanefndar Jökulsárhlíðar 2016 til kynningar.

Freyr Ævarsson sat undir afgreiðslu þessa liðar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlögð gangnaboð og felur starfsmanni sveitarfélagsins að dreifa fundargerð og gangnaseðlum á viðeigandi bæi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 243. fundur - 20.09.2016

Í umhverfis- og framkvæmdanefnd voru lagðir fram gangnaseðlar Fellamanna, Eiðaþinghár, Skriðdals, Hjaltastaðaþinghár, Hlíðar, Valla, Tungu og Jökuldals austan ár, ásamt fundargerð fjallskilanefndar Jökulsárhlíðar 2016 til kynningar. Gangnaseðill Jökuldals norðan ár var áður samþykktur.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn framlögð gangnaboð og felur starfsmanni sveitarfélagsins að dreifa fundargerð og gangnaseðlum á viðeigandi bæi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.