Umsókn um stofnun lögbýlis/Uppsalir 4

Málsnúmer 201608124

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 54. fundur - 14.09.2016

Lagt er fram erindi Hafsteins Jónassonar, óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins á að Uppsalir 4 með landnúmerinu 215465 verði skráð sem lögbýli.

Ágústa Björnsdóttir vék af fundi undir afgreiðslu þessa liðs.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd veitir jákvæða umsögn og samþykkir erindið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 243. fundur - 20.09.2016

Lagt er fram erindi Hafsteins Jónassonar, þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins um að Uppsalir 4, með landnúmerinu 215465, verði skráð sem lögbýli.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar veitir bæjarstjórn jákvæða umsögn og samþykkir erindið.

Samþykkt með 8 atkv. en 1 sat hjá (GJ)