Dagur íslenskrar náttúru 2016

Málsnúmer 201608117

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 54. fundur - 14.09.2016

Lagður er fram tölvupóstur frá upplýsingafulltrúa Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, Dagur íslenskrar náttúru 2016, til upplýsinga.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd hvetur íbúa og stofnanir sveitarfélagsins til að nýta þær náttúruperlur sem er að finna í sveitarfélaginu.
Nefndin hvetur jafnframt þá sem nýta sér samfélagsmiðla að nota myllumerkin #íslensknáttúra og #DÍN í tilefni dagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 243. fundur - 20.09.2016

Á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar var lagður fram til upplýsinga tölvupóstur frá upplýsingafulltrúa Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, Dagur íslenskrar náttúru 2016.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.