Umsókn um nýtt rekstrarleyfi fyrir sölu gistingar/Vallnaholt 8 ob Barnaskólinn á Eiðum

Málsnúmer 201604017

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Fljótsdalshéraðs - 147. fundur - 27.04.2016

Erindi í tölvupósti dags. 4. apríl 2016 þar sem Sýslumaðurinn á Austurlandi kt. 410914-0770, með vísan til fyrsta töluliðs 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, óskar eftir umsögn byggingarfulltrúa um nýtt gistileyfi í fl. III. Umsækjandi er Ásgeirsstaðir ehf. kt. 620915-2890, forsvarsmaður Guðrún Jónsdóttir kt. 150761-3369. Starfsstöðvar eru Vallnaholt 8 fastanúmer 217-6431 og Eiðavellir 6 fastanúmer 217-6413 (Barnaskólinn Eiðum), gestafjöldi 40.

Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins þegar fullgildum teikningum hefur verið skilað inn hjá byggingarfulltrúa svo og að teknu tilliti til athugasemda eldvarnareftirlits.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 237. fundur - 04.05.2016

Erindi í tölvupósti dags. 4. apríl 2016 þar sem Sýslumaðurinn á Austurlandi kt. 410914-0770, með vísan til fyrsta töluliðs 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, óskar eftir umsögn bæjarstjórnar um nýtt gistileyfi í fl. III. Umsækjandi er Ásgeirsstaðir ehf. kt. 620915-2890, forsvarsmaður Guðrún Jónsdóttir kt. 150761-3369. Starfsstöðvar eru Vallnaholt 8 fastanúmer 217-6431 og Eiðavellir 6 fastanúmer 217-6413 (Barnaskólinn Eiðum), gestafjöldi 40.

Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins þegar fullgildum teikningum hefur verið skilað inn hjá byggingarfulltrúa svo og að teknu tilliti til athugasemda eldvarnareftirlits.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn staðfestir framangreinda afgreiðslu byggingarfulltrúa. Jafnframt staðfestir bæjarstjórn að afgreiðslutími og staðsetning staðarins sé innan þeirra marka sem lögreglusamþykkt Fljótsdalshéraðs frá 11. júní 2009 og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.