Skipan í nefndir og ráð á vegum Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201501128

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 209. fundur - 21.01.2015

Fyrir liggur að Þórhallur Harðarson hefur beðist lausnar frá störfum í nefndum Fljótsdalshéraðs, vegna breyttrar búsetu. Bæjarstjórn þakkar Þórhalli fyrir störf hans í nefndum og stjórnum á vegum sveitarfélagsins undanfarin ár.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Af framangreindum ástæðum samþykkir bæjarstjórn eftirfarandi breytingar á fulltrúum D-listans í nefndum og stjórnum sveitarfélagsins:

Í umhverfis- og framkvæmdanefnd verður Guðrún Ragna Einarsdóttir aðalmaður og Karl Lauritzson varamaður.
Jafnframt verður Ágústa Björnsdóttir varaformaður nefndarinnar, í stað Þórhalls.

Í Heilbrigðisnefnd Austurlands verður Anna Alexandersdóttir varamaður.

Í stjórn HEF verður Guðmundur S. Kröyer varamaður.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


Tilnefning í samráðsvettvang vegna vinnu við gerð nýrrar sóknaráætlunar fyrir Austurland 2015 - 2020.

Bæjastjórn samþykkir að tilnefna Óðinn Gunnar Óðinsson sem aðalmann í samráðsvettvanginn og Stefán Bragason sem varamann.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 237. fundur - 04.05.2016

Fyrir liggur ósk frá Gunnari Þór Sigbjörnssyni um leyfi frá nefndarstörfum fram yfir sumarleyfi bæjarstjórnar 2016.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að veita umrætt leyfi. Bæjarstjórn samþykkir jafnframt að Alda Ósk Harðardóttir verði aðalfulltrúi fyrir hönd B-lista í atvinnu- og menningarnefnd meðan á framangreindu leyfi stendur. Einnig að Gunnhildur Ingvarsdóttir verði varafulltrúi fyrir hönd B-lista í atvinnu- og menningarnefnd á sama tímabili.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fyrir liggur ósk frá Jónu Sigríði Guðmundsdóttur um leyfi frá nefndarstörfum fram yfir sumarleyfi bæjarstjórnar 2016.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að veita umrætt leyfi. Bæjarstjórn samþykkir jafnframt að Stefán Bogi Sveinsson verði varafulltrúi fyrir hönd B-lista í fræðslunefnd á meðan á leyfinu stendur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 240. fundur - 15.06.2016

Kosningar:

Til máls tók: Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi fyrirkomulag kosninganna og útskýrði hjásetu við kjör forseta.

Bæjarstjórn
Kosning forseta bæjarstjórnar og 1. varaforseta bæjarstjórnar.

Eftirfarandi tillaga er lögð fram:
Forseti bæjarstjórnar: Anna Alexandersdóttir (D)

Samþykkt með 6 atkv. meirihluta en 3 fulltrúar minnihluta sátu hjá.

Eftirfarandi tillaga er lögð fram:
1. varaforseti: Sigrún Blöndal (L)

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


Kosning aðalfulltrúa og áheyrnarfulltrúa í bæjarráð.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sigrún Blöndal verði aðalfulltrúi í bæjarráði og varaformaður þess og Anna Alexandersdóttir verði áheyrnarfulltrúi í bæjarráði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


Varamaður í fræðslunefnd
Guðríður Guðmundsdóttir (Á) hefur flutt úr sveitarfélaginu. Bæjarstjórn þakkar henni störf í þágu sveitarfélagsins og velfarnaðar á nýjum slóðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sigvaldi H. Ragnarsson (Á)taki sæti sem varamaður í fræðslunefnd.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


Skrifari.
Sigrún Harðardóttir hefur látið af störfum sem skrifari (atkvæðateljari) á fundum bæjarstjórnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn kýs Þórð Mar Þorsteinsson sem skrifara í stað Sigrúnar Harðardóttur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.