Beiðni um aðstoð við lagfæringu á Hreimsstaðavegi

Málsnúmer 201604131

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 46. fundur - 27.04.2016

Erindi í tölvupósti dagsett 18. apríl 2016 þar sem Árni Óðinsson kt. 030461-2829 f.h. eigenda Hreimsstaða óskar eftir að sveitarfélagið komi að því að lagfæra veginn heim að Hreimsstöðum, en vegurinn hefur verið felldur af vegaskrá Vegagerðarinnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að vegurinn heim að Hreimsstöðum verði settur á lista yfir styrkvegi. Nefndin samþykkir jafnframt að gerðar verði nauðsynlegar lagfæringar á veginum og fjármagn í það verði tekið af styrkvegafé 2016.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 237. fundur - 04.05.2016

Erindi í tölvupósti dagsett 18. apríl 2016 þar sem Árni Óðinsson kt. 030461-2829 f.h. eigenda Hreimsstaða óskar eftir að sveitarfélagið komi að því að lagfæra veginn heim að Hreimsstöðum, en vegurinn hefur verið felldur af vegaskrá Vegagerðarinnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að vegurinn heim að Hreimsstöðum verði settur á lista yfir styrkvegi. Bæjarstjórn samþykkir jafnframt að gerðar verði nauðsynlegar lagfæringar á veginum og fjármagn í það verði tekið af styrkvegafé 2016.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.