Samþykkt um fráveitur í þéttbýlisstöðum á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201604103

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 236. fundur - 20.04.2016

Til máls tók Árni Kristinsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarstjórn samþykkir að fresta umræðu um þennan lið þar til á næsta fundi bæjarstjórnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 237. fundur - 04.05.2016

Til máls tóku: Árni Kristinsson, sem kynnti breytingatillöguna og lagði hana fram. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi tillöguna og lagði fram breytingartillögu um málsmeðferð. Karl Lauritzson, sem ræddi tillöguna. Gunnar Jónsson, sem ræddi tillöguna og Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi breytingartillöguna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að vísa samþykktinni til annarrar umræðu í bæjarstjórn. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að áður en síðari umræða fer fram verði haldinn fundur þar sem fulltrúar HEF og HAUST komi og geri grein fyrir málinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 239. fundur - 01.06.2016

Lögð fram drög að samþykkt um fráveitur í þéttbýlisstöðum á Fljótsdalshéraði, til síðari umræðu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu þessa máls og óskar eftir formlegri tillögu Heilbrigðisnefndar Austurlands, sbr. 2. mgr. 25 gr. laga nr. 7/1998.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 349. fundur - 11.07.2016

Fyrir liggur fundargerð stjórnar Heilbrigðiseftirlits Austurlands.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð staðfestir fyrirliggjandi samþykkt um fráveitur í þéttbýlisstöðu á Fljótsdalshéraði, eins og hún var lögð fram, með breytingartillögum frá Heilbrigðisnefnd Austurlands (sbr. fundagerð heilbrigðisnefndar frá 29. júní).
Tillagan þannig afgreidd hér við síðari umræðu af bæjarráði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 365. fundur - 05.12.2016

Ræddar nauðsynlegar breytingar á samþykkt um fráveitur á Fljótsdalshéraði.

Breytingarnar koma. m.a. til vegna tilvitnana í lög og því að nú sér Hitaveita Egilsstaða og Fella um fráveitur á vegum sveitarfélagsins.

Bæjarstjóra falið að kalla eftir athugasemdum frá HEF og í framhaldi af því að vinna málið áfram í samstarfi við heilbrigðisnefnd.