Beiðni um lóðaleigusamning vegna Sigurðarskála í Kverkfjöllum

Málsnúmer 201603007

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 42. fundur - 09.03.2016

Erindi dagsett 29.02.2016 þar sem Þórhallur Þorsteinsson kt. 240648-2379 f.h. Ferðafélags Fljótsdalshéraðs og Ferðafélags Húsavíkur, óskar eftir að gerður verði lóðarleigusamningur við eigendur Sigurðarskála í Kverkfjöllum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindi umsækjanda og felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að láta gera lóðarleigusamning.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 234. fundur - 16.03.2016

Erindi dagsett 29.02. 2016 þar sem Þórhallur Þorsteinsson kt. 240648-2379 f.h. Ferðafélags Fljótsdalshéraðs og Ferðafélags Húsavíkur, óskar eftir að gerður verði lóðarleigusamningur við eigendur Sigurðarskála í Kverkfjöllum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindi umsækjanda og felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að láta gera lóðarleigusamning.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 43. fundur - 22.03.2016

Lögð eru fram tillaga að viðauka við lóðarleigusamning um lóð undir Sigurðarskála og tengd mannvirki við Kverkfjöll.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fela umhverfis-og skipulagsfulltrúa að kynna forsætisráðuneytinu tillöguna. Nefndin telur að þrátt fyrir að Vatnajökulsþjóðgarður hafi ekki leyfisveitingavald samkvæmt þjóðlendulögum þá sé rétt að ráðuneytið beri samninginn undir þjóðgarðinn.

3 sögðu já (EK, PS, ÁK) 1 greiddi ekki atkvæði (ÞB).

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 235. fundur - 06.04.2016

Lögð eru fram tillaga að viðauka við lóðarleigusamning um lóð undir Sigurðarskála og tengd mannvirki við Kverkfjöll.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að fela umhverfis-og skipulagsfulltrúa að kynna forsætisráðuneytinu tillöguna. Bæjarstjórn telur að þrátt fyrir að Vatnajökulsþjóðgarður hafi ekki leyfisveitingavald samkvæmt þjóðlendulögum, þá sé rétt að ráðuneytið beri samninginn undir þjóðgarðinn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 46. fundur - 27.04.2016

Lögð eru fram ný tillaga að viðauka við lóðarleigusamning um lóð undir Sigurðarskála og tengd mannvirki við Kverkfjöll vegna athugasemda sem bárust við samninginn. Málið var áður á dagskrá 22.03.2016.

Lagt fram til kynningar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 60. fundur - 14.12.2016

Lagt er fyrir erindið Beiðni um lóðaleigusamning vegna Sigurðarskála í Kverkafjöllum.

Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að óska eftir hjá forsætisráðuneytinu hver staðan sé á erindinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 63. fundur - 08.02.2017

Á fundi Umhverfis- og framkvæmdanefndar nr. 60 var Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að óska eftir stöðu mála hjá Forsætisráðuneytinu.

Fyrir liggur svar Forsætisráðuneytisins við bréfi Skipulags- og byggingarfulltrúa ásamt umsögn Jón Jónssonar hrl. á bréfi Forsætisráðuneytisins.

Með vísan í umsögn Jón Jónssonar hrl. þá felur Umhverfis- og framkvæmdanefnd Skipulags- og byggingarfulltrúa að upplýsa Ferðafélag Fljótsdalshéraðs um að með breytingum á lögum þá er það ekki hlutverk sveitarfélagsins að gera lóðarleigusamninga innan þjóðlendna í Vatnajökulsþjóðgarði.
Umsækjandi verði því að snúa sér til Vatnajökulsþjóðgarðs.

Jafnframt er Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að fá svör við eftirfarandi spurningum frá Vatnajökulsþjóðgarði og Samráðsnefndar um þjóðlendumál:

A. Á sveitarfélag að gera lóðarsamning vegna húseigna/framkvæmda Vatnajökulsþjóðgarðs í þjóðlendu sem er innan þjóðgarðsmarka?
B. Á sveitarfélag að gera lóðarsamning vegna húseigna(framkvæmda þriðja aðila ,t.d. félagssamtaka), innan þjóðlendu sem er innan þjóðgarðsmarka?
C. Á sveitarfélag rétt til greiðsla fyrir lóðarleigu vegna landnota í þjóðlendu skv. liðum A og B hér að framan? Á þjóðgarðurinn rétt til slíkra greiðslna?
D. Með hvaða hætti á Vatnajökulsþjóðgarður að afmarka lóðir sem hann leggur undir mannvirki í skilningi laga nr. 6/2001 um skráningu og mat fasteigna?.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.