Starfsáætlanir nefnda Fljótsdalshéraðs 2016

Málsnúmer 201603060

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 234. fundur - 16.03.2016

Sigrún Harðardóttir formaður félagsmálanefndar mætti á fundinn og kynnti starfsáætlun félagsmálanefndar fyrir árið 2016.
Fyrirspurn um starfsáætlunina kom frá Stefáni Boga Sveinssyni og svaraði Sigrún henni.


Gunnar Jónsson kynnti starfsáætlun bæjarráðs, hvað varðar þá liði sem færast undir málaflokkinn 21 Sameiginlegur kostnaður.

Til máls tóku um starfsáætlunina. Stefán Bogi Sveinsson, sem bar fram fyrirspurnir. Gunnar Jónsson sem svaraði fyrirspurnum. Gunnar Sigbjörnsson og Páll Sigvaldason.

Bæjarstjórn leggur til að þær starfsáætlanir nefnda sem hafa verið lagðar fyrir bæjarstjórn og kynntar þar, verði að því loknu gerðar aðgengilegar á heimasíðu sveitarfélagsins.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 235. fundur - 06.04.2016

Árni Kristinsson formaður umhverfis- og framkvæmdanefndar kynnti starfsáætlun nefndarinnar fyrir árið 2016.

Einnig tók til máls um starfsáætlunina Stefán Bogi Sveinsson.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 236. fundur - 20.04.2016

Varaformaður atvinnu- og menningarnefndar, Ragnhildur Rós Indriðadóttir, kynnti bæjarfulltrúum starfsáætlun nefndarinnar fyrir árið 2016.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 237. fundur - 04.05.2016

Davíð Þór Sigurðarson formaður fræðslunefndar kynnti starfsáætlun nefndarinnar fyrir árið 2016.

Aðrir sem til máls tóku um starfsáætlunina voru í þessari röð: Stefán Bogi Sveinsson, sem bar fram fyrirspurn. Davíð Þór Sigurðarson, sem svaraði fyrirspurn. Stefán Bogi Sveinsson og Davíð Þór Sigurðarson.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 238. fundur - 18.05.2016

Adda Birna Hjálmarsdóttir formaður íþrótta- og tómstundanefndar, kynnti starfsáætlun nefndarinnar fyrir árið 2016.

Til máls tóku undir þessum lið í þessari röð: Stefán Bogi Sveinsson, sem bar fram fyrirspurnir og Adda Birna Hjálmarsdóttir, sem svaraði fyrirspurnum.