Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

290. fundur 01. apríl 2015 kl. 13:00 - 15:45 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir varaformaður
  • Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður
  • Sigrún Blöndal áheyrnarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Ársreikningur 2014

Málsnúmer 201501238

Hlynur Sigurðsson og Friðrik Einarsson endurskoðendur KPMG, mættu á fundinn og kynntu ársreikning og endurskoðunarskýrslu Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2014. Öllum bæjarfulltrúum stóð til boða að sitja fundinn undir kynningu Hlyns.

Jafnframt svöruðu þeir spurningum fundarmanna varðandi ársreikninginn og endurskoðunarskýrsluna.

Að lokinni kynningu, var þeim þökkuð koman og greinargóðar upplýsingar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð samþykkir að vísa ársreikningi og endurskoðunarskýrslu Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2014 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Jafnframt er fjármálastjóra falið að senda umrædd gögn strax til Kauphallarinnar til birtingar þar, að lokinni áritun bæjarráðs og bæjarstjóra, eins og reglur segja til um.

2.Ársfundur Stofnunar rannsóknasetra Háskóla Íslands

Málsnúmer 201503155

Bæjarráð samþykkir að Sigrún Blöndal fari á ársfundinn 9. apríl, sem fulltrúi Fljótsdalshéraðs.

3.Vistvænar samgöngur

Málsnúmer 201503157

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umhverfis- og framkvæmdanefndar til umfjöllunar og úrvinnslu.

4.Beiðni um frest vegna afhendingar Blómabæjar

Málsnúmer 201503136

Bæjarráð samþykkir samhljóða í samræmi við 9 gr. kaupsamnings dagsettan 9.04.2008, að hafna erindinu.
Bæjarstjóra falið að kalla eftir fundi með núverandi leigjendum húsnæðisins að Miðvangi 31 til að ræða næstu skref.

5.Fundur um þjóðlendumál 2015

Málsnúmer 201503158

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umhverfis- og framkvæmdanefndar og náttúruverndarnefndar til upplýsinga og undirbúnings.
Gert er ráð fyrir því að fulltrúar í bæjarráði, ásamt formönnum og starfsmönnum framangreindra nefnda sitji umræddan fund.

Fundi slitið - kl. 15:45.