Fundur samskiptanefndar Landsvirkjunar og Fljótsdalshéraðs haldinn 7.mars 2013

Málsnúmer 201303148

Umhverfis- og héraðsnefnd Fljótsdalshéraðs - 57. fundur - 23.04.2013

Fundur samskiptanefndar Landsvirkjunar og Fljótsdalshéraðs haldinn 7.mars 2013

Umhverfis- og héraðsnefnd lýsir áhyggjum af áhrifum af auknu vatnsmagni í Lagarfljóti. Nefndin óskar jafnframt eftir að fulltrúar Landsvirkjunar komi á fund nefndarinnar og kynni skýrslu um vatsnborð í Leginum sem rætt er um í lið nr. 1 og skýrslu um lífríki Lagarfljóts sem rætt er um í lið nr. 4. Einnig verði tekinn til umfjöllunar minnismiði um mælingar í Lagarfljóti sumarið 2012.

Að öðru leyti lagt fram til kynningar. Samþykkt með handauppréttingu.

Úlfar vék af fundi kl. 18:30.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 177. fundur - 08.05.2013

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og héraðsnefnd og lýsir áhyggjum af áhrifum af auknu vatnsmagni í Lagarfljóti. Umhverfis- og héraðsnefnd hefur óskað eftir að fulltrúar Landsvirkjunar komi á fund nefndarinnar og kynni skýrslu um vatnsborð í Leginum sem rætt er um í lið nr. 1 og skýrslu um lífríki Lagarfljóts sem rætt er um í lið nr. 4. Einnig verði tekinn til umfjöllunar minnismiði um mælingar í Lagarfljóti sumarið 2012.
Bæjarstjórn beinir því til bæjarráðs að óska eftir því við Landsvirkjun að fyrirkomulag samskipta þessara aðila um málefni Lagarfljóts verði tekin til endurskoðunar, þar á meðal er varðar kynningu á skýrslum og niðurstöðum rannsókna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.