Notkun Kickup Energy effect í íþróttamannvirkjum Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201303019

Vakta málsnúmer

Menningar- og íþróttanefnd Fljótsdalshéraðs - 45. fundur - 12.03.2013

Til umræðu var Kickup Energy sem er vara sem seld er í litlum baukum sem innihalda poka sem svipa til umbúða utan um munntóbak. Varan fæst í ýmsum bragðtegundum og er seld í matvöruverslunum og víðar. Á bauknum stendur að varan sé ekki æskileg fólki undir 16 ára aldri.

Menningar- og íþróttanefnd leggur til að neysla þessarar vöru sé óheimil í og við íþróttamannvirki sveitarfélagsins. Forsvarsmenn íþróttafélaga eru hvattir til að upplýsa félagsmenn um þessa vöru og mögulegar afleiðingar notkunar hennar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 173. fundur - 20.03.2013

Til umræðu var Kickup Energy sem er vara sem seld er í litlum baukum sem innihalda poka sem svipa til umbúða utan um munntóbak. Varan fæst í ýmsum bragðtegundum og er seld í matvöruverslunum og víðar. Á bauknum stendur að varan sé ekki æskileg fólki undir 16 ára aldri.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarstjórn tekur undir með menningar- og íþróttanefnd og samþykkir að banna notkun þessarar vöru og annarra hliðstæðra tegunda í og við íþróttamannvirki sveitarfélagsins, með sama hætti og gildir um áfengi og tóbak. Forsvarsmenn íþróttafélaga eru hvattir til að upplýsa félagsmenn um mögulegar afleiðingar af notkun slíkra efna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.