Unglingalandsmót UMFÍ árið 2016

Málsnúmer 201303017

Vakta málsnúmer

Menningar- og íþróttanefnd Fljótsdalshéraðs - 45. fundur - 12.03.2013

Fyrir liggur tölvupóstur, dagsettur 5. mars 2013, þar sem Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands óskar eftir stuðningi sveitarfélagsins við að halda Unglingalandsmót UMFÍ árið 2016, á Fljótsdalshéraði.

Menningar- og íþróttanefnd styður fyrirhugaða umsókn UÍA um að Unglingalandsmót UMFÍ verði haldið á Fljótsdalshéraði 2016.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 173. fundur - 20.03.2013

Fyrir liggur tölvupóstur, dagsettur 5. mars 2013, þar sem Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands óskar eftir stuðningi sveitarfélagsins við að halda Unglingalandsmót UMFÍ árið 2016, á Fljótsdalshéraði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram

Að tillögu menningar- og íþróttanefndar styður bæjarstjórn fyrirhugaða umsókn UÍA um að Unglingalandsmót UMFÍ verði haldið á Fljótsdalshéraði 2016.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.