Tillaga skólastjóra um skipulagsbreytingu (Hallormsstaðaskóli)

Málsnúmer 201301249

Skólanefnd Hallormsstaðaskóla - 17. fundur - 30.01.2013

Formaður kynnti erindið en fyrir fundinum lá greinargerð frá skólastjóra um tilefni erindisins og hugmyndir um framtíðarskipulag skólastarfsins. Með breytingunni er gert ráð fyrir að staða deildarstjóra leikskólans verði lögð niður en leikskólabörnum hefur fækkað umtalsvert á síðustu árum og ekki er fyrirséð að breyting verði á þeirri þróun á næstunni. Skólastjóri hefur leyfisbréf bæði sem leikskólakennari og grunnskólakennari og auk deildarstjóra er leikskólakennari starfandi við skólann. Með breytingunni verður unnið að enn þéttari samþættingu skólastiga sameinaðs skóla. Skólanefnd samþykkir fyrir sitt leyti umrædda skipulagsbreytingu.