Skólanefnd Hallormsstaðaskóla

17. fundur 30. janúar 2013 kl. 10:00 - 10:45 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir formaður
  • Jóhann Þorvarður Ingimarsson aðalmaður
  • Karl Sigfús Lauritzson aðalmaður
  • Hallgrímur Þórhallsson aðalmaður
  • Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi
  • Íris D.Randversdóttir skólastjóri
  • Michelle Lynn Mielnik áheyrnarfulltrúi foreldra
Fundargerð ritaði: Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi
Ólöf Ragnarsdóttir, leikskóla- og sérkennslufulltrúi sat fundinn með heimild fundarins.

Karl Lauritzson, Jóhann Þorvarður Ingimarsson, Hallgrímur Þórhallson og Michelle Lynn Mielnik tóku þátt í fundinum í fundarsíma.

1.Tillaga skólastjóra um skipulagsbreytingu (Hallormsstaðaskóli)

Málsnúmer 201301249Vakta málsnúmer

Formaður kynnti erindið en fyrir fundinum lá greinargerð frá skólastjóra um tilefni erindisins og hugmyndir um framtíðarskipulag skólastarfsins. Með breytingunni er gert ráð fyrir að staða deildarstjóra leikskólans verði lögð niður en leikskólabörnum hefur fækkað umtalsvert á síðustu árum og ekki er fyrirséð að breyting verði á þeirri þróun á næstunni. Skólastjóri hefur leyfisbréf bæði sem leikskólakennari og grunnskólakennari og auk deildarstjóra er leikskólakennari starfandi við skólann. Með breytingunni verður unnið að enn þéttari samþættingu skólastiga sameinaðs skóla. Skólanefnd samþykkir fyrir sitt leyti umrædda skipulagsbreytingu.

Fundi slitið - kl. 10:45.