Fundargerð samskiptanefndar Fljótsdalshéraðs og Landsvirkjunar

Málsnúmer 201206130

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 227. fundur - 13.03.2013

Gunnar Jónsson gerði grein fyrir fundinum og því helsta sem þar kom fram.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir því að forstjóri Landsvirkjunar komi sem fyrst til fundar við fulltrúa sveitarfélagsins til að ræða m.a. viðbrögð við framkomnum upplýsingum um umhverfisáhrif Kárahnjúkavirkjunar á Lagarfljót.

Jafnframt er samþykkt að óska eftir fundi með fulltrúum Orkustofnunar til að fara yfir skilmála virkjanaleyfa Kárahnjúka- og Lagarfossvirkjana.

Ofangreint samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 173. fundur - 20.03.2013

Á fundi bæjarráðs gerði Gunnar Jónsson grein fyrir fundinum og því helsta sem þar kom fram:

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að óska eftir því að forstjóri Landsvirkjunar komi sem fyrst til fundar við fulltrúa sveitarfélagsins til að ræða m.a. viðbrögð við framkomnum upplýsingum um umhverfisáhrif Kárahnjúkavirkjunar á Lagarfljót.

Jafnframt er samþykkt að óska eftir fundi með fulltrúum Orkustofnunar til að fara yfir skilmála virkjanaleyfa Kárahnjúka- og Lagarfossvirkjana.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 232. fundur - 15.05.2013

Í kjölfar bókunar bæjarstjórnar á síðasta fundi og fundi bæjarráðsfulltrúa með fulltrúum Landsvirkjunar 7. maí sl. samþykkir bæjarráð að fela bæjarstjóra að ræða við fulltrúa Landsvirkjunar um framtíðarfyrirkomulag fastra samskipta sveitarfélagsins og Landsvirkjunar. Í þeim viðræðum kynni bæjarstjóri þær hugmyndir sem fram komu á þessum fundi bæjarráðs um fyrirkomulagið.

Fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.