- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Á fundi bæjarráðs gerði Gunnar Jónsson grein fyrir fundinum og því helsta sem þar kom fram:
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að óska eftir því að forstjóri Landsvirkjunar komi sem fyrst til fundar við fulltrúa sveitarfélagsins til að ræða m.a. viðbrögð við framkomnum upplýsingum um umhverfisáhrif Kárahnjúkavirkjunar á Lagarfljót.
Jafnframt er samþykkt að óska eftir fundi með fulltrúum Orkustofnunar til að fara yfir skilmála virkjanaleyfa Kárahnjúka- og Lagarfossvirkjana.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Gunnar Jónsson gerði grein fyrir fundinum og því helsta sem þar kom fram.
Bæjarráð samþykkir að óska eftir því að forstjóri Landsvirkjunar komi sem fyrst til fundar við fulltrúa sveitarfélagsins til að ræða m.a. viðbrögð við framkomnum upplýsingum um umhverfisáhrif Kárahnjúkavirkjunar á Lagarfljót.
Jafnframt er samþykkt að óska eftir fundi með fulltrúum Orkustofnunar til að fara yfir skilmála virkjanaleyfa Kárahnjúka- og Lagarfossvirkjana.
Ofangreint samþykkt samhljóða með handauppréttingu.