Þjóðbraut norðan Vatnajökuls

Málsnúmer 201302030

Atvinnumálanefnd Fljótsdalshéraðs - 87. fundur - 11.02.2013

Formaður nefndarinnar gerði grein fyrir hugmyndum um veglagningu norðan Vatnajökuls með tengingu inn á Kárahjúnkaveg og í Svartárkot í Bárðardal.

Atvinnumálanefnd telur að slíkur vegur myndi stuðla að miklum tækifærum í ferðaþjónustu á Austur- og Norðurlandi ásamt því að stytta ferðatíma til höfuðborgarsvæðins verulega.

Atvinnumálanefnd leggur til að bæjarráð vísi málinu til aðalskipulagsgerðar sveitarfélagsins.

Samþykkt með handauppréttingu með fjórum atkvæðum gegn einu (KB).

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 225. fundur - 13.02.2013

Á fundi atvinnumálanefndar gerði formaður grein fyrir hugmyndum um veglagningu norðan Vatnajökuls með tengingu inn á Kárahnjúkaveg og í Svartárkot í Bárðardal.

Bæjarráð tekur undir með atvinnumálanefnd og telur að slíkur vegur myndi stuðla að miklum tækifærum í ferðaþjónustu á Austur- og Norðurlandi ásamt því að stytta ferðatíma til höfuðborgarsvæðisins verulega.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að málinu verði vísað til endurskoðunar aðalskipulags sveitarfélagsins.

Samþykkt með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 171. fundur - 20.02.2013

Á fundi atvinnumálanefndar gerði formaður grein fyrir hugmyndum um veglagningu norðan Vatnajökuls með tengingu inn á Kárahnjúkaveg og í Svartárkot í Bárðardal.

Bæjarráð tók undir með atvinnumálanefnd og telur að slíkur vegur myndi stuðla að miklum tækifærum í ferðaþjónustu á Austur- og Norðurlandi ásamt því að stytta ferðatíma til höfuðborgarsvæðisins verulega.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarstjórn samþykkir að málinu verði vísað til endurskoðunar aðalskipulags Fljótsdalshéraðs. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að fela bæjarstjóra að hafa samband við þau sveitarfélög sem land eiga að væntanlegum hálendisvegi og leita eftir afstöðu þeirra til verkefnisins og samráði varðandi skipulagsmál á umræddu svæði.

Samþykkt með handauppréttingu með 8 atkvæðum, en 1 var á móti (RRI)

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 227. fundur - 13.03.2013

Lögð fram til kynningar bókun bæjarráðs Seyðisfjarðar frá 20.02.2013, þar sem fagnað er ákvörðun bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs um að setja hálendisveg norðan Vatnajökuls í aðalskipulagsferli.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 234. fundur - 11.06.2013

Lögð fram umsögn sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar ásamt erindi frá Sigurði Gunnarssyni fyrir hönd undirbúningshóps um hálendisveg.

Í umsögn Þingeyjarsveitar kemur fram að sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að vegalagning verði könnuð. Jafnframt að haft verið samráð um skipulagsmál, ef um raunhæfa möguleika verður að ræða í vegalagningu.

Einnig lagður fram tölvupóstur frá Vilhjálmi Jónssyni bæjarstjóra Seyðisfjarðarkaupstaðar, þar sem viðraðar eru hugmyndir Sigurðar Gunnarssonar um að sveitarfélög á Austurlandi yrðu beinir aðilar að félagi sem stofnað yrði til undirbúnings lagningar hálendisvegarins.

Bæjarráð samþykkt að beina því til skipulags- og mannvirkjanefndar að taka til skoðunar að gera breytingar á núgildandi aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs í samræmi við hugmyndir um lagningu hálendisvegar norðan Vatnajökuls. Jafnframt verði leitað til annarra sveitarfélaga sem vegurinn kæmi til með að liggja um, um sambærilegar breytingar á aðalskipulagi þeirra.

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 98. fundur - 20.06.2013

Bæjarráð beinir því til skipulags- og mannvirkjanefndar að tak til skoðunar að gera breytingu á gildandi aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs í samræmi við hugmyndir um lagningu hálendisvegar norðan Vatnajökuls.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að koma á fundi um málið með Svæðisráði Austursvæðis og forsvarsmönnum áhugahóps um hálendisveg. Áætluð veglína þarf að liggja fyrir áður en farið verður í breytingu á aðalskipulaginu.

Samþykkt með handauppréttingu.