Aðalfundur Hitaveitu Egilsstaða og Fella 2013

Málsnúmer 201302124

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 171. fundur - 20.02.2013

Lagður fram tölvupóstur, dagsettur 15. febrúar, með fundarboði á aðalfund Hitaveitu Egilsstaða og Fella ehf. sem haldinn verður á Hótel Héraði þriðjudaginn 26. febrúar 2013.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarstjórn samþykkir að Gunnar Jónsson fari með umboð Fljótsdalshéraðs á fundinum til að leggja fram tillögur. Bæjarfulltrúum er falið að fara með atkvæði sveitarfélagsins á fundinum. Atkvæði skiptist jafnt milli þeirra fulltrúa sem á fundinum verða. Til vara verði varabæjarfulltrúar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 227. fundur - 13.03.2013

Fundargerðin lögð fram til kynningar.