Atvinnustefna Vatnajökulsþjóðgarðs

Málsnúmer 201302015

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 225. fundur - 13.02.2013

Lagður fram tölvupóstur frá Birni Ármanni Ólafssyni, dags.4. febrúar 2013 með drögum að atvinnustefnu Vatnajökulsþjóðgarðs og tillögum að breytingum á reglugerð um stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs.

Bæjarráð tekur undir tillögu að reglugerðarbreytingu sem kynnt var á fundinum. Jafnframt óskar bæjarráð eftir fundi með fulltrúum svæðisráðs til að ræða fyrirliggjandi drög að atvinnustefnu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 171. fundur - 20.02.2013

Á fundi bæjarráðs var lagður fram tölvupóstur frá Birni Ármanni Ólafssyni, dags. 4. febrúar 2013 með drögum að atvinnustefnu Vatnajökulsþjóðgarðs og tillögum að breytingum á reglugerð um stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarstjórn tekur undir tillögu að reglugerðarbreytingu sem kynnt var á fundi bæjarráðs. Jafnframt óskar bæjarstjórn eftir að komið verði á fundi fulltrúa svæðisráðs og sveitarfélagsins til að ræða fyrirliggjandi drög að atvinnustefnu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.