- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Á fundi bæjarráðs var lagður fram tölvupóstur frá Birni Ármanni Ólafssyni, dags. 4. febrúar 2013 með drögum að atvinnustefnu Vatnajökulsþjóðgarðs og tillögum að breytingum á reglugerð um stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir tillögu að reglugerðarbreytingu sem kynnt var á fundi bæjarráðs. Jafnframt óskar bæjarstjórn eftir að komið verði á fundi fulltrúa svæðisráðs og sveitarfélagsins til að ræða fyrirliggjandi drög að atvinnustefnu.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Lagður fram tölvupóstur frá Birni Ármanni Ólafssyni, dags.4. febrúar 2013 með drögum að atvinnustefnu Vatnajökulsþjóðgarðs og tillögum að breytingum á reglugerð um stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs.
Bæjarráð tekur undir tillögu að reglugerðarbreytingu sem kynnt var á fundinum. Jafnframt óskar bæjarráð eftir fundi með fulltrúum svæðisráðs til að ræða fyrirliggjandi drög að atvinnustefnu.