Vinabæjarmót í Sorö 14.-16.júní 2013

Málsnúmer 201208021

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 225. fundur - 13.02.2013

Bæjarráð leggur til að tveir fulltrúar Fljótsdalshéraðs ásamt mökum, fari sem fulltrúar Fljótsdalshéraðs á vinabæjarmót sem halda á í Sorö í Danmörku 14. - 16. júní nk.

Einnig kynnt tillaga um inntöku Rassepori Kommune í Finnlandi í vinabæjarakeðjuna, en fyrrum vinabær keðjunnar í Finnlandi Suolahti sameinaðist öðrum sveitarfélögum fyrir nokkrum árum og fylgdi þeim í aðra vinabæjarkeðju.

Bæjarráð samþykkir inntöku Rassepori Kommune í Finnlandi í vinabæjarakeðjuna.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 171. fundur - 20.02.2013

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarstjórn samþykkir að tveir fulltrúar Fljótsdalshéraðs ásamt mökum, fari sem fulltrúar Fljótsdalshéraðs á vinabæjarmót sem halda á í Sorö í Danmörku 14. - 16. júní nk.

Bæjarstjórn samþykkir jafnframt inntöku sveitarfélagsins Rassepori Kommune í Finnlandi í vinabæjarakeðjuna.

Samþykkt með handauppréttingu með 8 atkvæðum en 1 sat hjá (EA)

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 228. fundur - 27.03.2013

Lagt fram boðsbréf og dagskrá vegna vinabæjamóts í Sorö 14-16.júní 2013.

Bæjarráð samþykkir að Sigrún Blöndal og Stefán Bogi Sveinsson ásamt mökum verði fulltrúar Fljótsdalshéraðs á vinabæjamótinu. Bæjarstjóra falið að koma upplýsingum um fulltrúa sveitarfélagsins á framfæri við gestgjafana.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 174. fundur - 03.04.2013

Lagt fram boðsbréf og dagskrá vegna vinabæjamóts í Sorö 14-16.júní 2013.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að Sigrún Blöndal og Stefán Bogi Sveinsson ásamt mökum verði fulltrúar Fljótsdalshéraðs á vinabæjamótinu.

Bæjarstjóra falið að koma upplýsingum um fulltrúa sveitarfélagsins á framfæri við gestgjafana.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.