- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og telur þá hugmynd sem fram kemur í tillögunni allsendis ótímabæra og að skynsamlegra og hagkvæmara sé að nýta það fjármagn sem til staðar er til að byggja upp, styrkja og markaðssetja þá millilandaflugvelli sem þegar eru í landinu. Benda má tillöguflytjendum á að fleiri en ein aðkomuleið er að Vatnajökulsþjóðgarði og millilandaflugvelli er að finna bæði norðan hans og austan. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Lagður fram tölvupóstur frá Kristjönu Benediktsdóttur, hjá nefndarsviði Alþingis, dagsettur 4.febrúar 2013, með beiðni um umsögn vegna tillögu til þingsályktunar um millilandaflug um Hornafjarðarflugvöll, 174.mál
Bæjarráð Fljótsdalshérað telur þá hugmynd sem fram kemur í tillögunni allsendis ótímabæra og að skynsamlegra og hagkvæmara sé að nýta það fjármagn sem til staðar er til að byggja upp, styrkja og markaðssetja þá millilandaflugvelli sem þegar eru í landinu. Benda má tillöguflytjendum á að fleiri en ein aðkomuleið er að Vatnajökulsþjóðgarði og millilandaflugvelli er að finna bæði norðan hans og austan.