Uppbygging ljósnets á landsbyggðinni

Málsnúmer 201302084

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 225. fundur - 13.02.2013

Bæjarráð fagnar á þessari jákvæðu þróun í fjarskiptamálum á landsbyggðinni, en bendir á hvað Fljótsdalshérað varðar, nauðsyn þess að hraðað verði uppbyggingu til annarra staða, svo sem þéttbýlisins á Hallormsstað sem og í dreifbýli sveitarfélagsins.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 171. fundur - 20.02.2013

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarstjórn fagnar þessari jákvæðu þróun í fjarskiptamálum á landsbyggðinni, en bendir á hvað Fljótsdalshérað varðar, nauðsyn þess að hraðað verði uppbyggingu til annarra staða, svo sem þéttbýlisins á Hallormsstað sem og í dreifbýli sveitarfélagsins, þar sem netsamband er víða ófullnægjandi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.