Starfsáætlanir nefnda Fljótsdalshéraðs 2013

Málsnúmer 201301257

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 170. fundur - 06.02.2013

Til fundarins mættu Gunnar Sigbjörnsson formaður atvinnumálanefndar og Páll Sigvaldason formaður menningar- og íþróttanefndar og kynntu bæjarstjórn starfsáætlanir umræddra nefnda.

Einnig tók Gunnar Jónsson til máls undir þessum lið.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 171. fundur - 20.02.2013

Undir þessum lið mætti Ester Kjartansdóttir formaður umhverfis- og héraðsnefndar og kynnt starfsáætlun sinnar nefndar.

Til máls tóku undir þessum lið Sigrún Blöndal, sem bar fram fyrirspurn og Ester Kjartansdóttir sem svaraði fyrirspurn.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 172. fundur - 06.03.2013

Til fundarins mættu Hafsteinn Jónasson formaður skipulags- og mannvirkjanefndar, Gunnhildur Ingvarsdóttir formaður fræðslunefndar og Guðrún Frímannsdóttir félagsmálastjóri og kynntu starfsáætlanir sinna nefnda.

Aðrir sem til máls tóku undir þessum lið voru: Páll Sigvaldason, sem bar fram fyrirspurn, Gunnhildur Ingvarsdóttir, sem svaraði fyrirspurn og Gunnar Jónsson.