Önnur mál

Málsnúmer 201301105

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 34. fundur - 10.01.2013

Nokkur mál voru rædd:

Almennar áætlunarferðir í Stafdal - hvort ekki sé forsenda fyrir að keyra áætlun vegna skíðasvæðisins. Nú er boðið upp á ferðir en þær tengjast aðeins æfingum og kostnaður vegna ferðanna inni í æfingargjaldinu.
Ekki er verið að tala um fríar ferðir heldur geti stálpaðir krakkar sem langar að fara á skíði keypt sér far.

Aðeins bætt í námskeiðaflóruna:

  • Leiklistarnámskeið (bent á Þjóðleik)
  • Ísgerðarnámskeið
  • Ljósmyndanámskeið
  • Módelnámskeið (ekki flugmódel )

Fleira rætt en ekki skráð.

Næsti fundur ákveðinn 7. febrúar kl.17.00

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 170. fundur - 06.02.2013

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu ungmennaráðs felur bæjarstjórn atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúa að kanna hvort stálpaðir krakkar geti keypt sér far með bíl á vegum skíðadeildar Hattar sem flytur skíðakrakkana á æfingar, ef laus sæti eru í þeim bíl, eða bílum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.