Skautasvell

Málsnúmer 201301103

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 34. fundur - 10.01.2013

Sigurbjörg Lovísa kom með fyrirspurn fyrir fundinn um hvernig málum yrði háttað með aðstöðu við skautasvell sem komið er við Fagradalsbraut.

Hringt var í Jón ÓIa Benediktsson forsvarsmann skautafélagsins og tjáði hann fundarmönnum að verið væri að vinna í að fá gám eða aðstöðu innanan húss. Skautasvellið væri orðið nokkuð gott og stefndi í frost á næstunni þannig að í nánustu framtíð yrði þetta mál leyst. Einnig talaði Jón Óli um að næsta sumar yrði farið í að finna stað sem myndi að mestu leyti sjá um söfnun vatns og snjós til að skautasvellið myndist með sem minnstri fyrirhöfn. Jafnframt um leið bæta framtíiðaraðstöðu til skautaiðkunar.