- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Til máls tók Sigrún Blöndal.
Forseti bæjarstjórnar lagði fram eftirfarandi tillögu:
Bæjarstjórn samþykkir að fundur bæjarstjórnar þann 17. apríl, verði haldinn á hefðbundnum fundarstað í stað þess að halda hann á Hallormsstað eins og áður var samþykkt. Bæjarstjórn samþykkir jafnframt að fundur bæjarstjórnar 8. maí verði haldinn á Hallormsstað. Í kjölfar þess fundar verði haldinn opinn borgarafundur á staðnum. Bæjarstjóra er falið að auglýsa fundina og undirbúa þá að öðru leyti.
Samþykkt með 6 atkvæðum en þrír sátu hjá (SB, ÁK, RRI).
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að fundir bæjarstjórnar árið 2013 verði eins og venja er fyrsta og þriðja miðvikudag í mánuði. Fundur sem eftir því skipulagi ætti að vera 1. maí verði þó færður aftur um eina viku og aðrir fundir einnig sem því nemur þann mánuð.
Sumarleyfi bæjarstjórar hefjist að afloknum fundi þann 19. júní en fyrsti fundur bæjarstjórnar eftir sumarleyfi verði 21. ágúst.
Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að fundur bæjarstjórnar þann 17. apríl verði haldinn á Hallormsstað og fundur bæjarstjórnar 4. september verði haldinn í Brúarási. Í kjölfar fundanna verði haldnir opnir borgarafundir.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.