Samstarfssamningur um stefnumótun í málefnum ungs fólks

Málsnúmer 201303083

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 228. fundur - 27.03.2013

Lagður fram til kynningar undirritaður samstarfssamningur um stefnumótun í málefnum ungs fólks. Að samningum standa Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Rannsóknir og greining, Háskólinn í Reykjavík og sveitarfélögin Fljótsdalshérað og Fjarðabyggð.

Samningurinn gildir fyrir árin 2013 til og með 2016.

Bæjarráð fagnar því að búið er að ganga frá samningum og vonast til að þær rannsóknir sem þar er samið um nýtist þeim sem vinna að málefnum barna og unglinga í sveitarfélaginu, þeim til hagsbóta.