Göngur merktra laxfiska í Lagarfljóti árin 2010-2012

Málsnúmer 201302082

Umhverfis- og héraðsnefnd Fljótsdalshéraðs - 55. fundur - 26.03.2013

Fyrir liggur skýrsla frá Landsvirkjun um Göngur merktra laxfiska í Lagarfljóti árin 2010-2012

Umhverfis- og héraðsnefnd bendir á að í ljósi breytinga á lífríki Lagarfljóts er nauðsynlegt að fylgjast áfram með fiskgengd laxfiska. Nefndin bendir á að mikilvægt er að huga vel að umgengni um þverárnar, þannig að búsvæðum laxfiska sé ekki spillt og aðgengi að hrygningarslóð og uppeldisstöðum sé ekki tálmað.

Samþykkt með handauppréttingu